Vandræðaleg blaðamennska.

Það er ekki mikið gert úr fagnaðarlátum íbúa Aleppo og reyndar Sýrlands alls i þessari frétt mbl.is, sem er töluvert frábrugðið þeim myndum af fagnandi Sýrlendingum sem skreyta forsíður fjölmiðla um heim allan aðfangadag jóla árið 2016.

það er reyndar sama "hógværðin" i annarri af forsíðufréttum dagsins, þar sem fjallað er um fordæmingu öryggisráðs S.Þ. a ólöglegu landráni gyðinga i Palestínu, en það sem láðist algjörlega að nefna i frásögn "blaðamanns" Mbl. er nefnilega sá fáheyrði atburður að fulltrúar Öryggisráðssins klöppuðu fyrir samþykktinni.

Þessar tvær fréttir og skömmustuleg framsetning þeirra hér i blaði dagsins, sýnir nefnilega greinilega hlutdræga afstöðu grút - máttlausa einstaklinga þeirra er gefa sig út fyrir að vera blaðamenn hér á skerinu.

Ég veit ekki hvort um er að kenna fávisku eða starfsöryggi, en mikið hlýtur hún nú að vera skömmustuleg blaðakonan unga sem átti pistil i helgarblaði Fréttablaðsins um síðustu helgi um t.a.m. Assad og Donald Trump.


mbl.is Fyrsta jólamessan í Aleppo í 5 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband