Tímabært að kveðja Fréttablaðið.

Það hlýtur að vera tímabært að bann verði sett á dreifingu þúsunda tonna af pappírsútgáfu Fréttablaðsins inn á meirihluta heimila landsmanna og oftar í óþökk húsráðanda.

Því var fleygt að í kjölfar hrunsins hefðu helstu stuðningsaðilar ESB, þau skötuhjúin Steingrímur og Jóhanna ábyrgst milljarðs kúlulán til áróðursmálgagns málstaðarins, sem getur sannarlega útskýrt langlífi Fréttablaðsins, burtséð frá rekstri, endurgreiðslum og eitruðum áróðrinum.

Auðvitað væri áhugasömum heimilt að kaupa og greiða fyrir mengandi pappírs eintak, en fyrir mig og líklega flesta aðra, þá er ég þreyttur á að henda óþveranum, svo ekki sé minnst á skilaboðin sem snepillinn sendir óvönduðum með því að standa út úr bréfalúgu heimilisins, þegar enginn er heima.


mbl.is Útgáfufélag Fréttablaðsins tapar 212 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jónatan. Í húsinu sem ég bý í eru 4 íbúðir, en við erum með miða á útihurðinni, innan á glerinu, um að aðeins sé óskað eftir EINU stk. af Fréttablaðinu. Eftir þessu er farið. Það hlýtur því líka að vera hægt að setja miða um alls EKKI sé óskað eftir því. En þetta getur auðvitað verið erfiðara í blokkum.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 9.8.2020 kl. 12:50

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl Ingibjörg.

Ég náði í skottið á blaðberanum fyrir nokkrum árum og baðst vægðar, en án nokkurs árangurs, hvort sem það var vegna takmarkaðs málskilnings eða af öðrum ástæðum.

Félaga mínum gekk betur með sinn blaðbera, því stór hundur heimilisins ræðst urrandi á dyrnar ef reynt er að lauma sneplinum í bréfalúguna og dugar það fullkomlega til að halda ófögnuðinum frá heimilinu.

Jónatan Karlsson, 9.8.2020 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband