Þýskir kafbátar á ný til Íslands!

Heimsókn U-36 rifjar óneitanlega upp fyrri heimsóknir þýskra kafbáta hingað til lands og minnast margir núlifandi Íslendingar þeirra enn með óhug.

Eftirminnlegust er eflaust veiðiferð U-300 í November 1944 við túnfót Reykjavíkur, þegar Fritz Hein og félögum tókst að sökkva olíuskipi skammt undan Garðskaga og í framhaldinu að sökkva Goðafossi sem féll í þá lævísu gildru að stöðva til að bjarga eftirlifandi úr sjónum.

Íslendingar eiga að minnast þess að fyrir réttum hundrað árum var það ekki einungis önnur skæð veira sem herjaði á heimsbygðina, heldur voru Þjóðverjar rétt í þann mund að leggja drög að hljóðlátri uppbyggingu þess herafla sem lagði Evrópu að velli tæpum tuttugu árum síðar.

Máltækin "allt er þá þrennt er" eða "alle gode gange tre" koma óneitanlega upp í hugann, nú þegar hinir eitursnjöllu vinir okkar Þjóðverjar, sem óneitanlega fara fyrir þessu svokallaða Evrópusambandi senda okkur nú þessa upprifjunar heimsókn á sama tíma og erindrekar þeirra vinna leynt og ljóst að því að koma Fjallkonunni með öllum ráðum í pútnahús ESB.


mbl.is Kafbátur Þjóðverja að Skarfabakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Satt er það, ógnir styrjalda mega aldrei gleymast.

Ég man árásina á Súðina og fleiri íslensk skip og kafbátana sem sveimuðu í hafinu kringum landið. Og ég man kvöldið eftir að Goðafossi var sökkt.

Og ég man líka þýskar borgir í rústum og limlesta betlara á götum þeirra.

Þegar ég kom til Þýskalands fyrir meira en 65 árum var það með blendnum tilfinningum. Þetta var þjóðin sem maður hafði óttast svo í bernsku.

En við það að kynnast fólkinu þá fann maður að þetta var bara fólk eins og við, misjafnt eins og gengur, það voru svo sannarlega ekki allir englar. En elskulegra og hjálpsamara fólki heldur en þar hef ég hvergi kynnst.

Við þurfum ekki lengur að óttast þýska kafbáta. Þjóðverjar eru búnir að ganga í gegnum ótal stríðshörmungar, árhundruðum saman, og ég held að þeir séu búnir að fá meira en nóg af þeim.

Menn  eiga að muna, ekki til þess að fyllast hefndarhug heldur til þess að koma í veg fyrir að skelfilegir atburðir endurtaki sig. Það gerðu menn sér ljóst þegar fornir féndur komu saman í stríðslok og sóru þess heit að slíðra sverðin fyrir fullt og allt og vinna saman.

Á ýmsu hefur gengið í þessu samstarfi og ekki eru allir sáttir við sinn hlut, en að slíta því gæti þýtt að slíta friðinn. Það má aldrei verða.

Hörður Þormar, 27.6.2020 kl. 22:34

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þakka þér Hörður Þormar þín vísu orð.

Í þessari styrjöld völdum við okkur ekki bandamenn, fremur en frændur okkar Danir og Norðmenn og reyndum líklega að þóknast innrásarliðinu eftir bestu getu, þó enn finnist þeir sem álíti að þeir Íslendingar sem sýndu málstað Þjóðverja samúð, væru föðurlandssvikarar, svo kjánalegt og öfugsnúið sem það nú hljómar.

Nú dreymir flesta sanna þjóðernissinna einungis um að fá að kljást í friði við bölvun landlægrar spillingar og mismununar án aðkomu og yfirráða nokkurs stórveldis, þó eflaust eigi þau öll nokkuð til sín máls og fjölmargar góðar hliðar.

Jónatan Karlsson, 28.6.2020 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband