Vonbrigði að Morgunblaðið taki þátt í eineltinu.

Forsíðufrétt Mbl.is og líklega pappírs útgáfunar sömuleiðis er frétt af vef NBC-sjón­varps­stöðvar­inn­ar. þess efnis að dómari við alríkisdómstól hafi komist að þeirri niðurstöðu að Forseti Bandaríkjana hafi brotið alríkislög þegar hann lýsti yfir neyðarástandi við landamæri Mexíkó, til að fá nægt fjármagn til að reisa vegg þann, sem einmitt var eitt helsta kosninga loforð hans.

Í blaði dagsins er ekki gert mikið úr fréttum af árás Tyrkja á Sýrland eða tundurskeyta árás á íranskt olíufluttningaskip í Rauðahafinu, svo ekki sé nú minnst á vegginn á landamærum Evrópusambandsins eða vegginn þann sem umlykur fangabúðir Palestínumanna í Ísrael, nei þeir veggir fara ekki fyrir brjóstið á Mogganum, frekar en öðrum íslenskum fjölmiðlum, svo ekki sé nú minnst á samtök á borð við Border network for Human Rights og Amnesty International.

Nei, einasta fréttin sem mögulega þætti stærri, væri líklega ef einhver fyrrverandi gleðinar kona þættist muna eftir gömlum kynnum við Donald Trump.


mbl.is Dómari segir Trump hafa brotið lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband