Hvað eru réttlátar bætur vegna dómsmorða?

Í kjölfar löngu tímabærra sýknudóma fórnarlamba hinna svonefndu Guðmundar-og Geirfinnsmála, þá hlýtur að næst á dagskrá að greiða fórnarlömbunum og öllum aðstandendum þeirra bætur fyrir svívirðuna í takti við aðrar bætur sem tíðkast nú til dags.

Hér í meðfylgjandi frétt er fjallað um eitt hundrað þúsund krónu bætur sem héraðsdómur dæmir manni fyrir að hafa verið látinn sitja í varðhaldi í 13 klukkustundir og líka má minnast á tuttugu og átta milljón króna bætur sem miðaldra karli var nýlega gert að greiða maka og börnum bróður síns, þess sem hann banaði líkast til í ölæði eftir riflildi þeirra bræðra.

Þær fátæklegu peninga bætur sem ríki okkar ber að greiða þessu saklausa fólki öllu og þá auðvitað að meðtalinni stúlkunni, hljóta að vera hundrað- eða öllu heldur þúsundfaldar á við þessi tvö dæmi sem ég nefni.

Að lokum leyfi ég mér að birta frábæra athugasemd Önnu Sigríðar Guðmundsdóttur við jafn ágæta bloggfærslu Ómars Ragnarssonar um þessi ljótu mál, en þar undirstrikar hún einmitt óréttlæti þess að undanskilja Erlu Bolladóttur í þessum sýknudómum:

"Sæll Ómar. Skil að það hafi ekki verið gott fyrir samviskuna að starfa sem fjölmiðlamaður á þessum tíma, né nokkurn tíma síðan.
Fyrst þessir "karlmenn" voru komnir á fremsta hlunn með að "játa", þá ættu þeir að geta sett sig í spor unglingsstúlkunnar sem var rænd nýfæddu barninu sínu sem gísl í málinu? Unglingsstúlkunnar varnarlausu sem var hótað öllu illu af löggæsluyfirvaldinu, með barnið í gíslingu? Unglingsstúlku og nýbakaðri móður sem var læknamafíudópuð og lögregluyfirvalda nauðgað og pyntuð andlega og líkamlega á þann hátt, sem veður viðkomandi gerendum til ævarandi skammar.
Varnarlausri unglingsstúlku var hótað með barninu í lögreglu/barnaverndarglæpastofnunar gíslingu, læknamafíudópuð, og nauðgað af löggæslunnar "réttlætisins" þjónum?
Hvað finnst þessum vesalings "saklausu" karlmönnum um slíka meðferð á varnarlausri og allra valdhafa-handa kúgaðri, pyntaðri, nauðgaðri og hálfdrepinni í umsjá löggæslunnar?
Ætli þessum karlmönnum í grenjuskjóðu kórnum lögmannavarða hafi einhvertíma dottið í hug að Erla Bolladóttir hafi nánast verið drepin af læknadópi og nauðgun, af læknamafíunnar og löggæslunnar yfirvaldi, til að þvinga fram það sem hún var dópuð, kúguð, ofbeldisbeitt og heilaþvegin af mafíulöggæslunni til að segja?
Skilja þessir hvítflibba klíkukallar löggæslunnar ekki ennþá hverskonar óverjandi villimennsku meðferð var beitt til að pynta fram falskar ásakanir og játningar frá þessari nýbökuðu, kornungu og valdsstjórnarkúguðu varnarlausu konu?
Spurning hver er sekur og hver er saklaus eftir öll þessi ár, samkvæmt siðmenntaðrar réttarríkja meðferð, rannsóknum og marklausu klíkukalla dómsúrskuðum?

2 Hvar eru femínistar og "me-too" leikararnir mannorðsmyrðandi núna? Hvers vegna verja þeir ekki Erlu Bolladóttur valdníðslustjórninni?
Eru þessir femínistar kannski marklausir og hugsjónalausir tækifærissinnar baktjalda-yfirvaldamafíunnar "löggæslusinnandi"?
Með nýtt og vel borgað hlutverk í grímubúninganna Brúðuleikhúsi hræsninnar, svikanna og lyginnar, í leikhúsinu Steininum við Austurvöll (hertökuvöllinn)?
Þvílík þjóðfélagsins skömm, þessi svokallaði femínistaáróður og "me-too" bylting!

3 ...Hvers vegna verja þeir ekki Erlu Bolladóttur fyrir valdníðslustjórninni..."

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2018 kl. 00:50


mbl.is Fær bætur fyrir vist í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bætur fyrir þetta ættu að nema hundruðum milljóna. Og réttlátast væri að fjármagna þær eins og kostur er með upptöku á eignum glæpahundanna sem stóðu að því að pynta þessa unglinga, þeirra sem hylmdu yfir og þeirra sem sakfelldu þau vitandi að ekki stóð steinn yfir steini í rannsókninni.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.9.2018 kl. 12:25

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég er algjörlega sammála þér Þorsteinn hvað upphæð bóta varðar og að auki ætti að ráða teymi hæfra (erlendra) rannsakenda til að skoða allar aðstæður varðandi hvarf Geirfinns og raunverulegar ástæður sviðsetningar framhaldsins.

Jónatan Karlsson, 29.9.2018 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband