Uppgjör Guðmundar-og Geirfinnsmálsins?

Nú þegar loks hyllir undir uppgjör í hinum alræmdu Guðmundar-og Geirfinnsmálum, þá vil ég nefna þrjá þætti sem verður að leysa og ég álít að flestir Íslendingar geti tekið undir með:

Í fyrsta lagi verður að hreinsa mannorð Erlu Bolladóttur til jafns við aðra sakborninga, því ef eitthvað mætti segja um hennar þátt, þá væri það helst að hún, nýbökuð móðir, var ef til vill enn viðkvæmari og því auðveldari bráð fyrir hina svokölluðu rannsakendur, sem lögðu nótt við nýtan dag til að brjóta niður þessi ungmenni og þvinga fram uppspunnar játningar.

Í öðru lagi er komið að því að bæta þessum fórnarlömbum og aðstandendum þeirra þessa glæpi yfirvalda, sem í raun myrtu og eyðilögðu líf fjölmargra annara, eins og flestir mega skilja og auðvitað formlegar og auðmjúkar afsökunarbeiðnir böðlana, auk réttlátra bóta ríkisvaldsins.

Í þriðja og síðasta lagi, þá hlýtur að vera tímabært að opna nýja rannsókn á ástæðum þess að frumrannsókn á hvarfi Geirfinns var í grunsamlegu skötulíki og síðan ástæður þess að hvarf Guðmundar Einarssonar var gert saknæmt og tengt hinu fyrrnefnda.
Hlutskipti, aðkomu og áform rannsakenda, allt frá Valtý Sigurðssyni til Hallvarðs Einvarðssonar og allra þeirra undir- og samstarfsmanna þarf að rannsaka frá grunni, til að finna ástæður þessara hörmulegu dómsmorða og mögulega til að varpa ljósi á raunverulegar ástæður þess að þessu gjörningaveðri og málatilbúning öllum var upprunalega hleypt af stað.


mbl.is Sýkna hafi blasað við allt frá 1977
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Jónatan það er ánægjulegt að það stefnir í að þessi mál verði til lykta leidd.

Síðan þarf að gera þessa rannsókn sem þú endar á i þinum pistli.

Einn punktur sem mig langar að nefna í þessu sambandi það er hvernig RUV spann upp ógurlegt drama í kring um þessi mál og fréttatímar og önnur dagskrá var eins og framhalds glæpaþáttur og það er umhugsunarefni hvort það hafi haft áhrif á rannsakendur, allavega fór ekki mikið fyrir því að fjölmiðlar reyndu að grafast fyrir um hvað væri eiginlega á döfinni heldur öskruðu þeir eftir sökudólgum og þjóðin smitaðist af þeirri vitleysu, það gekk meira svo langt að fólk var farið að álíta Ólaf heitinn Jóhannsson þáverandi Dómsmálaráðherr einhver glæpaforingja í Framsóknarflokknum, þvílik steypa.

Hrossabrestur, 15.9.2018 kl. 13:58

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Hrossabrestur.

Fyrir áhugasama um þetta mál, þá má nálgast mikið af skýrslum og efni á vefsíðunni www.mal214.com

Það segir sig sjálft að þarna í umdæmi Keflavíkurmanna fór ýmislegt fram og þessi moldviðri sem þeir voru að þyrla upp í kjölfar hvarfs eða dauða Geirfinns gerðu þá aðeins grunsamlegri.

Það eru auðvitað fjöldi atriða sem sýndu og sönnuðu að þessi ungmenni voru dæmd saklaus og því erfitt að treysta yfirvöldum sem setið hafa með hendur í skauti öll þessi ár.

Ef núverandi dómarar og yfirvöld þykjast vera eitthvað réttsýnni, þá ættu þau að opna þessi mál að nýju með aðkomu hlutlausra (erlendra) aðila.

Jónatan Karlsson, 16.9.2018 kl. 10:11

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Jónatan

Í dag verður málið dómtekið í Hæstarétti?

Sjáum hvernig á máli Erlu verður tekið?

Það sem mér finnst vanta eins og bendir á að menn Sakadóms sem rannsakaði og dæmdi í eigin málum verði skilgreind sérstaklega.

Þeir sem bera mestu ábyrgð voru yfirmenn Sakadóms ásamt þeim ungu lögmönnum

sem þú tilgreinir og hófu upphafsrannsókn. 

Sigurður Antonsson, 27.9.2018 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband