Ómannúðleg atvinna.

Þær starfsaðferðir sem tíðkast hjá útlendingastofnun og landamæraeftirliti eru örugglega nákvæmar og sannarlega atvinnuskapandi, en mannlegi þátturinn er oftast kaldranalegur því oftast er tekið undir fyrri úrskurði og þessu fólki vísað úr landi mánuðum og jafnvel árum síðar.

Auðvitað er það frábært að tugir lögfræðinga og annara starfsmanna geti haft góðar tekjur af því að teygja og draga brottvísanir þessa fólks, en þetta endar auðvitað oftast eins og á við um þessa litlu fjölskyldu, sem vongóð hefur tekið að skjóta rótum hér.

Þessi mál verður að afgreiða á flugvellinum og ef umsókn er hafnað þá beri viðkomandi flutnings aðila að flytja ólöglegan umsækjandann sömu leið til baka og það á eigin kostnað.


mbl.is Fjölskyldan verður send úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband