Samtrygging fjármagnshafa hér á landi er algjör.

Það er virðingarvert að fylgjast með baráttu Víglundar Þorsteinssonar fyrir því einu að fá sannleikann opinberaðann, en er því miður örugglega vonlaus barátta gegn því samhenta ofurefli er hann á við að etja.

Víglundur reynir í örvæntingu sinni að beina orðum sínum til fjármálaráðherra þjóðarinnar, en hinn kaldhæðnislegi sannleikur mætti þó vera hverju mannsbarni á þessu spillingar skeri ljós og snýst einfaldlega um þá staðreynd að ráðherrann sjálfur er einmitt einn af þeirri klíku sem á hér allt og lifir í vellystingum, á meðan þorri þjóðarinnar nánast lepur dauðann úr skel, í örvæntingarfullri baráttunni við okurvexti og verðtryggingar kerfi þessarra þrjóta og hirðmanna þeirra allra.

Það mun því miður gagnast Víglundi skammt að höfða til raka, réttlætis og drengskapar, því valdhafarnir munu sannarlega engu breyta í öruggu skjóli hlutdrægra dómstóla og eigin löggæslu, eins og dæmin sanna.


mbl.is Víglundur: Bjarna bíður ísköld ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband