Hámark hræsninar?

Í ræðu sinni á flokksráðsfundi Vinstri grænna talaði formaðurinn fjálglega um hugtökin, frelsi, stöðugleika og öryggi.

Það er blátt áfram hjákátlegt að nefna þessi fögru hugtök í sömu andrá og óheilyndi fyrri ríkisstjórnar, einmitt þeirrar sem hún sjálf sat í, eru til umfjöllunar og skoðunar sem öllu jöfnu leiddi til ákæru.

Það hlýtur að kallast óskammfeilið af formanninum að tala nú um þessi hugtök sem einmitt hún og samráðherrar hennar fótumtróðu í fyrri stjórn, þegar þau sjálf héldu um stjórntaumana.

Það blasir því miður við að eina jákvæða breytingin á Alþingi er að loks hafa svalirnar sem snúa að Austurvelli verið málaðar í fyrra lit, en spillingin og hagsmunagæsla valdastéttarinnar innanhúss er sem fyrr.

Svik og samtrygging eru einkunnarorð Vg og rof fyrirheitanna um einarða andstöðuna við EB og fyrningu kvótans verða þeirra einustu eftirmæli.


mbl.is Frelsi hinna fáu til að maka krókinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband