Leppar og handlangarar.

Þessi orð og allt álit Ásmundar á aðgerðum Íslendinga til aðstoðar vinum okkar Rússa endurspeglar að ég held skoðun meirihluta Íslendinga.

Stuðningur utanríkisráðherra þjóðarinnar við leppstjórnina í Úkraínu og stjórnendur og leiðtoga hennar er auðvitað fyrirlitlegur, auk þess sem stuðningur hans við ögranir og viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna og ESB gagnvart Rússum þjónar ekki hagsmunum annara á landi hér en mögulega hans eigin frama og fjárhag.

Það er augljóst að bankar og spilltar fjármálastofnanir hérlendis ætla að gera allt sem þeir framast geta til að torvelda útflytjendum að koma fiski og öðrum vörum til Rússlands, jafnvel þó hefð sé fyrir því að sú vara sé greidd í dölum og ENGIN ÁSTÆÐA TIL AÐ EFAST UM SKILVÍSI RÚSSA, þó svo eðlilegt sé að greiðslur tefjist og taki eitthvað lengri tíma í þessu breytta umhverfi.

Þó hinir raunverulegu stjórnendur íslenska fjármálakerfisins telji það ekki þjóna hagsmunum sínum að Rússar og Íslendingar geti haldið farsælum viðskiptum sínum til áratuga í óbreyttu ástandi, þá er það að verða tímabært að rifja upp þá tíma þegar þegar fiskurinn okkar var að mestu greiddur með rússneskri olíu.


mbl.is „Látum aðrar þjóðir um fjandskap við Rússa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband