Um virðingarstig íslenskra dómstóla

Þegar minnst er á slyðruorð það sem fer af íslenskum dómstólum og þá sérstaklega Hæstarétti Íslands, þá er það staðreynd að þeir munu ekki endurheimta fyrri virðingu fyrr en dómar í svokölluðum Guðmundar-og Geirfinnsmálum verða endurskoðaðir. Það væri eðlilegast að endurupptaka málin í heild, með það fyrir augum að sakfella eftir raunverulegum sönnunargögnum, ellegar sýkna og veita sakborningum uppreisn æru og miskabætur til handa þeim og aðstandendum þeirra. Það væri væntanlega rökrétt að ákæra og draga til ábyrgðar rannsóknaraðila og aðra þá er sannarlega komu að illri og ómannúðlegri meðferð ungmennana sem augljóslega virðast hafa verið dæmd saklaus án sannana og fórnað á altari æsifréttamennsku í rotnu þjóðfélagi. Ég vek athygli á umfjöllun Williams O´Connor um þessi réttarmorð, auk þes sem Tryggvi Hübner hefur safnað ógryni gagna um málið á vefnum: Mál 214 - www.mal214.com
mbl.is Verða að geta birt orðrétt ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband