Forseti Íslands

Þessi framboðsfundur Stöðvar 2 var slakur og hlutdrægur. Herra Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands var greinilega í skotlínu spyrlana, en komst þó vel frá því. Herdís stóð sig ágætlega og Þóra þokkalega. Stöð 2 aftur á móti stendur afhjúpuð sem hlutdræg og ósmekkleg eftir þennan þátt, sem beðið hafði verið eftir með eftirvæntingu. Ég hvet Herra Ólaf Ragnar Grímsson til að taka ekki þátt í frekari opinberum kappræðum, því að hann þarf ekki að verja eða útskýra gjörðir sínar eða framtíðar áform, því þjóðin þekkir störf hans og veit hvern mann hann hefur að geyma og mun fela honum með miklum mun að standa vörð um þær skyldur sem þjóðkjörnum leiðtoga ber að rækja. Það er Ólafi líkt að vilja vera alþýðlegur og taka þátt í þessum lýðræðislegu kosningum á jafnréttisgrunni, en á meðan eigendur og stjórnendur helstu fjölmiðla á Íslandi eiga ekki sömu hagsmuna að gæta og u.þ.b. 98% þjóðarinnar, þá er það óþarfi og fyrir neðan virðingu hans að taka þátt í afskræmingu á lýðræði, eins og leiksýningin sem sett var á svið með Spaugstofunni í hléinu hjá Stöð 2 í kvöld. Ég treysti Ólafi og þakka honum að gefa kost á sér fjögur ár til viðbótar.
mbl.is Eðlilegt að gefa upp afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bæði kostur og galli að vera sitjandi forseti í slag eins og þessum. Sitjandi forseti getur eðlilega bent á reynslu sína sér stuðnings og á reynsluleysi andstæðinganna -- á sama tíma og hann er í sviðsljósinu vegna starfa sinna. Gallinn er sá að hann verður líka að verja gerðir sínar, því að þær liggja fyrir -- slíkt þurfa andstæðingarnir eðlilega ekki að gera. Það var því fullkomlega eðlilegt að Ólafur væri spurður hvasst út í málflutninginn á útrásarárunum og svörin voru heldur klén. Skýldi hann sig á bak við hið sama fíkjulauf og allir hinir, þ.e. ég vissi ekki betur, kannski hefði ég mátt hlusta á gagnrýnisraddir, etc. En staðreyndin var sú að ÓRG brást þjóðinni algerlega á örlagastund. Í stað þess að vekja athygli á vaxandi ójafnrétti í samfélaginu, glæfralegri skuldsetningu og brjálæði bankamannanna gekk hann erinda þessara "víkinga" hérlendis og erlendis, kallaði þá sanna Íslendinga sem höfðu, á grundvelli "séreðlis" okkar Íslendinga alveg einstakt vit á alþjóðaviðskiptum. Þetta gekk alveg dægilega í okkur, sem stolt studdum víkingana okkar, sem voru þvílík guðsblessun fyrir þjóðina. Það mátti þó Davíð Oddsson eiga að hann reyndi að vara við, með hjáróma röddu þó, en ÓRG blés bara á slíka gagnrýni og varði "víkingana" með barnalegu skjalli. Nú kannast hann ekkert við þetta, hann vara bara að sinna eðlilegum skyldum sínum, segir hann, sem voru semsagt að leiða þjóðina í hrun. 

Pétur (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 07:12

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hér kemur enn einn gáfumaður þeirrar skoðunar að ÓRG hefði átt að sjá í hvað stefndi og hefði því átt að spyrna við og vara þjóðina við aðsteðjandi fjármálahruni, í stað þess að styðja bankana og fjármálafyrirtækin í útrás þeirra, líkt og hann gerði ásamt að tala máli fjölda annara íslenskra fyrirtækja. Þetta er að mínu mati helsta ástæða þess að við höldum út þessu embætti. Aftur á móti eru alþjóðleg greiningarfyrirtæki og virðuleg endurskoðunar fyrirtæki sem staðfesta stöðu og áreiðanleika banka og annara fyrirtækja, jafnt stórra sem smárra. Síðan eru auðvitað stofnanir á við Seðlabanka og Fjármálaeftirlit og auðvitað eru ráðuneyti og ráðherrar, þingmenn og þingmannanefndir og auðvitað ríkisstjórn undir stjórn forsætisráðherra, enn frekar til þess fallin að hafa gætur á að allt fari fram, lögum samkvæmt.

Nú, rúmum þremur árum eftir að ósköpin riðu yfir, þá hefur margt óhreint komið í ljós. Margir núverandi þingmenn og jafnvel ráðherrar hafa orðið uppvísir að hafa þegið mútur og embættismenn sömuleiðis og þar með brugðist svörnum skyldum sínum og meira að segja endurskoðunar fyrirtækin með virðulegu erlendu nöfnin, virðast nú vera jafn traustvekjandi álitsgjafar og þau voru þegar þau vottuðu t.a.m. öruggan fjárhag íslensku bankana fyrir hrunið. Að lokum verð ég að segja að ég lét blekkjast og ég minnist þín ekki heldur sem einhvers hrópanda í eyðimörkinni, en það eina sem við getum gert er að læra af grandvaraleysinu og nenni ég því ekki að fjölyrða frekar um ósóman, en bendi þér á nýlegt blogg mitt hér á mbl "Holdið er veikt og syndin er lævís og lipur" en þar tel ég upp, svo þá megi varast, þá þingmenn sem að því virðist, gengu erinda annara herra gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar í atkvæðagreiðslunum um Icesave.

Jónatan Karlsson, 4.6.2012 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband