Króatar vel að sigrinum komnir.

Það gladdi óneitanlega mitt gamla hjarta að Norðmenn yrðu loks að bíta í það súra epli að geta einungis gert sér vonir um bronsið í þessari Evrópukeppni, einfaldlega vegna þess hve ótrúlega sterkir þeir virðast í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur, en þó auðvitað alveg sérstaklega vegna hversu óþolandi leiðinlegir þeir eru.

Króatar virðast líka vera ótrúlega sterkir, eins og við Íslendingar ættum orðið að þekkja, en ólíkt viðkunnanlegri eins og flestir okkar geta sennilega tekið undir með mér.

Ég get ekki orða bundist yfir þeirri áráttu þessi misserin, að vera ætíð og eilíft að troða stúlkum í íþróttafréttir, bæði sem þáttakendur og þulir, því áhugi flestra utan nánustu aðstandenda er oftast harla lítill, eins og auðir áheyrendapallar sanna aftur og ítrekað í að því virðist endalausum fréttaskotum, en ástæða þessarar súru færslu minnar var hneikslan mín á frammistöðu fallega nýja íþróttafréttamannsins á stöð tvö, sem náði í íþróttafrétt dagsins þeim ótrúlega árangri að tilkynna okkur að Norðmenn hefðu borið sigur úr býtum og myndu því leika til úrslita um gullið, sem auðvitað var þó sem betur fer ekkert annað en bull og vitleysa.


mbl.is Króatar í úrslit eftir ótrúlega dramatík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband