Áfram skal vaðið með skipulags ruglið í Reykjavík.

Það er sorglegt nú á síðustu árum að fylgjast máttvana með fáranlegum skipulagsframkvæmdum borgaryfirvalda hér í Reykjavík og nú síðast þessi vitfirrta draumsýn sem sjá má á meðfylgjandi yfirlitsmynd Hlemmtorgs.

Á umræddri mynd má sjá stórt torg og að því virðist hundruð Reykvíkinga í ótilgreindum erindagjörðum. Það virðist vera búið að reisa þrjú glerskýli til viðbótar, sem líklega eru biðstöðvar og miðasölur fyrir troðfullar borgarlínulestir sem streyma látlaust hjá.

Það má vera að við örfá tilefni, líkt og stórbrotnar samkomur hinsegin borgarbúa að sumarlagi, eigi þessi tálmynd við einhver rök að styðjast, en alla jafnan hljóta allir þeir borgarbúar sem heilbrigðir mega teljast að gera sér fulla grein fyrir að þetta svæði verður í besta falli aldrei annað en kuldalegur vindblásinn minnisvarði um afdrifarík skipulagsmistök, þrátt fyrir allar aðvaranir.

Nýlega var birt könnun sem gerð var á Akureyri, en þar í bæ eru fimm strætisvagna leiðir og frítt fyrir alla í strætó, en eigi að síður þá er notkun allra þessara almenningsvagna lítil og fer þar að auki minnkandi.


mbl.is Bílarnir víkja af Hlemmtorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband