Ótímabært andlát Flokks fólksins.

Með yfirlýsingu Halldórs Gunnarssonar, þar sem hann staðfestir orð Karls Gauta Hjaltasonar er nokkru ljósi varpað á innanflokks deilur þær er klofið hafa Flokk fólksins í herðar niður.

Engin vafi leikur á að hin tilfinningaríka hugsjónakona Inga Sæland sem bæði er stofnandi og guðmóðir þessa ópólitíska flokks sem helst hefur réttlæti og jöfnuð á stefnuskrá sinni, verður að axla hluta þess ófremdar ástands sem nú virðist ætla að jarða þessa hugsjón hennar.

Auðvitað ber Ingu að sýna þingmönnum sínum og flokksmönnum þá virðingu, að fylgja hefðbundnum reglum um starfsemi og fjárvörslu stjórnmálaflokka, því undarlegt mætti teljast ef fylgismenn hennar sættu sig þegjandi við annað, þó enginn efist um ráðvendni hennar.

Stofnandi Flokks fólksins verður að biðja þá Karl og Ólaf fyrirgefningar á því að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur, eftir að hafa hlustað á valin brot úr leynilegri hljóðupptöku, sem enn gætir nokkrar óvissu um, því hún ætti að vita og verður að sætta sig við að jafnvel hatrammir andstæðingar í stjórnmálum geta verið góðkunningjar og drykkjubræður utan þings, eins og hún ætti auðvitað að vita.


mbl.is Tekur undir gagnrýni Karls Gauta á Ingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband