Heimskur lýður

Auðvitað eru listamannalaun bull og vitleysa, því skattpíndur almúginn er þvingaður til að greiða fyrir bókmenntir og listir sem þykja af tvíræðum ástæðum viðeigandi og réttar, þó fæstir skattgreiðenda komist reyndar nokkurn tíma á sinfóníutónleika, listdanssýningar eða aðra menningarviðburði.

Ef allir þeir milljarðar sem ráðstafað er fyrir hönd okkar heimskra manna væri látinn ósnertur, þá hefði almúgurinn örlítið rýmri fjárráð og frístundir og þá væri kannski möguleiki á að finna tíma til að setjast niður og lesa áhugaverða bók og jafnvel líka að fara á glæsilega og rándýra tónleika endrum og sinnum.

Að sjálfsögðu ætti það sama lögmál að gilda um fjárstuðning við íþróttir og fjölmiðla, sem þýðir einfaldlega að áhugasamir greiði aðgangseyri eða áskrift, sem síðan fjármagnar þann rekstur sem raunverulegur grundvöllur er fyrir.

Hvað núverandi fyrirkomulag snertir, þá er Einar Kárason reyndar að mínu mati einn fárra rithöfunda sem sannarlega ætti skilið að hljóta listamannalaun fyrir fræðandi og skemmtileg ritstörf sín.


mbl.is Engin listamannalaun handa Einari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband