Uppgjör Guðmundar-og Geirfinnsmálsins?

Nú þegar loks hyllir undir uppgjör í hinum alræmdu Guðmundar-og Geirfinnsmálum, þá vil ég nefna þrjá þætti sem verður að leysa og ég álít að flestir Íslendingar geti tekið undir með:

Í fyrsta lagi verður að hreinsa mannorð Erlu Bolladóttur til jafns við aðra sakborninga, því ef eitthvað mætti segja um hennar þátt, þá væri það helst að hún, nýbökuð móðir, var ef til vill enn viðkvæmari og því auðveldari bráð fyrir hina svokölluðu rannsakendur, sem lögðu nótt við nýtan dag til að brjóta niður þessi ungmenni og þvinga fram uppspunnar játningar.

Í öðru lagi er komið að því að bæta þessum fórnarlömbum og aðstandendum þeirra þessa glæpi yfirvalda, sem í raun myrtu og eyðilögðu líf fjölmargra annara, eins og flestir mega skilja og auðvitað formlegar og auðmjúkar afsökunarbeiðnir böðlana, auk réttlátra bóta ríkisvaldsins.

Í þriðja og síðasta lagi, þá hlýtur að vera tímabært að opna nýja rannsókn á ástæðum þess að frumrannsókn á hvarfi Geirfinns var í grunsamlegu skötulíki og síðan ástæður þess að hvarf Guðmundar Einarssonar var gert saknæmt og tengt hinu fyrrnefnda.
Hlutskipti, aðkomu og áform rannsakenda, allt frá Valtý Sigurðssyni til Hallvarðs Einvarðssonar og allra þeirra undir- og samstarfsmanna þarf að rannsaka frá grunni, til að finna ástæður þessara hörmulegu dómsmorða og mögulega til að varpa ljósi á raunverulegar ástæður þess að þessu gjörningaveðri og málatilbúning öllum var upprunalega hleypt af stað.


mbl.is Sýkna hafi blasað við allt frá 1977
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunsamleg fyrirgreiðsla?

Það er undarlegt að ríkisfyrirtækið Isavia leyfi WOW Air að safna milljarða skuldum óáreitt í lendingargjöld, á meðan peningaplokk þeirra annarstaðar er óþreytandi og raunar ólíðandi gagnvart sérleyfishöfum, svo ekki sé minnst á ótrúlegt okrið hvað bifreiðastæða gjaldtöku varðar.

Það hlýtur að verða fyrsta forgangsmál Isavia að fá þessa kröfu uppgerða, áður en lengra verður haldið í samstarfinu við WOW, hvað sem öðru líður.

Eða er einhver maðkur í mysunni?


mbl.is Milljarðaskuld við Isavia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband