Stórveldi koma og fara vonandi líka.

Það er að verða hálf þreytandi að heyra að því virðist endalausa þvæluna um illt innræti og þar af leiðandi illan ásetning Rússa, Kínverja og einhverra hluta vegna, Þjóðverja.

Eftir uppgjöf Þjóðverja í hernumdu löndum Evrópu, þá stigu fram úr öllum skúmaskotum hyski, sem sýndi sitt sanna innræti og ýmist drap eða misþyrmdi öllum þeim sem höfðu starfað fyrir hernámsliðið og konur þær sem höfðu verið í tygjum við dátana voru gjarna rakaðar og reknar berbrjósta og málaðar hakakrossum, um götur borga undir hvatningarhrópum skrílsins.

Hér á landi horfir nú dæmið heldur betur öðruvísi við. Hér eru fyrrum hermangarar jafnvel enn með virtustu góðborgurum og mærðir á tyllidögum og fyrrum kanamellur orðnar virtar frúr og síst lakari en heiðvirðar jafnöldrur þeirra, nema síður væri, nú á þessum síðustu öfga kvenréttinda tímum.

Mig grunar að einhverjir afkomendur þessarar kynslóðar og jafnvel fyrrnefndra kvenna séu einmitt þeir sem ákafast hylla Bandaríkjamenn og ofbeldisfulla heimsyfirráðastefnu þeirra, sem blasir við hvívetna og gæti þessi stöðugi lofsöngur þeirra mögulega verið þáttur í að kveða niður og yfirgnæfa vafan, sem hreinlega hlýtur að vera farinn að læðast að þessum stríðsbörnum, því ekkert skortir uppá andlega færni þeirra, eins og menntunn þeirra og störf bera með sér.

Bandaríkinn eru enn mesta stórveldi jarðar og örugglega reiðubúin að fórna öllu fyrir áframhaldandi stöðu og eru því líklega stærsta ógnin sem jörðinni stafar nú hætta af, því það eina sem getur framlengt heimsyfirráð þeirra, er þriðja heimsstyrjöldin, þar sem þeir gætu líkt og síðast staðið á línunni og selt vopn og vistir á báða bóga.

Bágbyljan, Guðs útvalda þjóð, undirstrikar það ofstæki sem einmitt gæti tortímt mannkynssögunni.

Samanburðurinn við skínandi skipulagðar og friðsamar stórborgir Kína, skilur stórborgir BNA eftir sem óörugg og úrelt átakasvæði, sem ég hef reyndar áður lýst eins og að bera glæsikroppin Rhiönu saman við hina fyrrum glæsilegu, en nú öldruðu eða látnu, Joan Collins.


mbl.is Kemur fram við bandamenn sem óvini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband