Ætla Íslendingar að taka þátt í blóðbaðinu í Jerúsalem?

Ógeðfeld vígsluhátíð Bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem og 70 ára afmæli stofnunar Ísraelsríkis fara saman nú í dag og verða einhverjir tugir innfæddra af því tilefni myrtir og önnur hundruð limlest og bækluð.

Það kemur fram á erlendum fjölmiðlum að u.þ.b. 50 lönd ætla að mótmæla þessum viðbjóði og sniðganga gleðina og má þar t.a.m. nefna Ástralíu, Írland, Svíþjóð og Rússland.

Hvergi kemur fram að Íslendingar ætli með fjarveru sinni að lýsa áliti sínu á þessum aftökum þungvopnaðs hernámsliðs á óvopnuðum mótmælendum, sem lýst hefur verið sem jafnvel ómannúðlegara en herstjórn þjóðverja í gettó Varsjár.

Ég vil að lokum vitna í lánuð lokaorð Semu Erlu af nýlegu bloggi Björns Bjarnasonar sem lýsa þessum hörmungum réttilega og eiga vel við núverandi ástand:

„Með sigri Ísraels í Eurovision hefur Evrópa enn og aftur lagt blessun sína yfir fjöldamorð, landrán, hernám, pyntingar og ómannúðlega og ógeðfellda meðferð ísraelska hersins og ísraelskra stjórnvalda á saklausum palestínskum börnum, konum og mönnum. Þetta er ógeðslegt. Ógeðslegt.“


mbl.is „Stór dagur fyrir Ísrael“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband