Viðvarandi spilling og aukning falsfrétta á árinu 2018.

Þegar litið er yfir árið sem er að líða, þá blasir annars vegar við óbreytt ástand í æpandi spillingu í opinbera kerfinu hér á skerinu, allt frá stjórnsýslu í borgum og bæjum til þess Hæstaréttar, sem á árinu neyddist að lokum til að viðurkenna afglöp og dómsmorð í fertugum G og G málum og sem væntanlega mun styðja ótrúlegan úrskurð Héraðsdóms um sakleysi bankastjórnenda gamla Landsbankans í þremur augljósum milljarða ákærum á hendur þeim.

Hitt sem gerir árið 2018 eftirminnilegt, er sprenging í notkun falsfrétta og þá aðalega í pólitískum tilgangi, þar sem nafngreindir einstaklingar og auðvitað aðstandendur þeirra eru hreinlega teknir af lífi í fjölmiðlum og stundum jafnvel byggt á nafnlausum ákærum.

Auðvitað ber að kæra afbrot og glæpi til yfirvalda, en þessar nýju galdraofsóknir, sem hér grassera, virðast ótrúlega tengdar stjórnmálaflokki þeim sem kenndur er við gott fólk og öfga kvenréttindi, en er þó spaugilega svipaður bandarískum Hillary/Soros Demókrötum og harðlínu ESB sinnum á meginlandinu.

Það var allt að því sorglegt að horfa á spjall þátt Gísla Marteins í gær, í Ríkissjónvarpinu, þar sem rekinn var þessi ógeðfeldi falsfrétta Samfylkingar áróður með að venju útvöldum viðmælendum og hinn bráðfyndni Jón Gnarr sjálfur, látinn lesa og hæðast að lesendabréfi frá þekktum þjóðfélags gagnrýnenda, þar sem greina mátti undirskrift bréfritarans, Jóns Vals Jenssonar, sem ég vona reyndar að sjái ástæðu til að kæra RÚV rækilega fyrir.

Almennt hugleysi íslenskra blaðamanna er því miður sorglegt og án vinsælu ókeypis útvarpsstöðvarinnar, Útvarps Sögu, sem leyfir öllum hlustendum að tjá skoðanir sínar að vild, þá værum við íslenskir kjósendur sannarlega illa staddir.


mbl.is Stjórnendur gamla Landsbankans sýknaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband