Er skyndileg frestun umsóknar aðeins sönnun um illan ásetning?

Óvænt ákvörðun erindreka þriðja orkupakkans að fresta umsókninni um sinn, er í raun og veru einungis staðfesting á illum ásetningi þeirra, því allt stefndi í að frumvarpinu yrði hafnað.

Hávær mótmæli fjölmargra þjóðernissinna er vöruðu við hörmulegum afleiðingum þess, ef þessi augljósi landráða samningur yrði staðfestur og ekki síður þær fullyrðingar er heyrðust æ oftar, að þeir ráðamenn sem ætluðu virkilega að samþykkja þetta ráðabrugg á einungis þeim forsendum að forðast að hleypa úreltum EES samning í uppnám, að þeir væru drifnir af annarlegum hvötum, eða með öðrum orðum á ónefndum og líklega erlendum spena.

Það er nauðsynlegt að allir föðurlandsvinir haldi vöku sinni, því þó þessari atlögu hafi verið hrint, þá er stríðið um auðlindir Íslands aðeins rétt að byrja og næsta árás í vor eð fyrr, eflaust í burðarliðnum.


mbl.is Útilokar ekki frekari frestun orkupakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband