Endanleg lausn?

Þar viðvarandi ógnarástand sem ríkir í Ísrael og virðist engan endi ætla að hafa, hlýtur að kalla á úrlausn og væri þá ekki skynsamlegt að athugað væri að flytja ólátabelginn í annan skóla, eða með öðrum orðum finna Ísrael annan samastað, því auðvitað er ekki hægt að flytja alla arabana, nágrana gyðingana á brott, frekar en ekki er hægt að flytja skólann burt frá ólátabelgnum.

Mér þætti auðvitað lang eðlilegast að Bandaríkin myndu einfaldlega breyta heiti Long island í Israel ef gyðingar óskuðu þess, en eins og flestir vita, þá býr ógryni gyðinga í New York og hvað mest í Brooklyn og því hægt um heimatökin.

Aðrir staðir í víðáttum Bandaríkjanna kæmu auðvitað líka til greina og væri kjörlendi fyrir þessa þjóð sem á það sameiginlegt með Bandaríkjamönnum, að þeir álíta sig einhverskonar guðs útvöldu og öðrum fremri.

Ýmis landsvæði á jörðinni kæmu eflaust til greina sem ríki gyðingana, þó önnur á borð við þau i okkar eigin heimsálfu kæri sig ekki um of náinn samskipti, eins og hrikaleg sagan ber vitni um.

Ef ekki er hægt að leysa vandamálið varanlega, þá verður auðvitað að framfylgja næst besta kostinum, en hann er auðvitað sá sem nær allar upplýstar þjóðir mæla með, en það er auðvitað tveggja ríkja lausnin, sem felur í sér viðurkennd landamæri á milli Ísrael og sjálfstæðar Palestínu, sem hefði auðvitað sínar hafnir, flugvelli og annað sem fullvalda ríki eiga.

Auðvitað færi skiptingin ríkjana fram undir handleiðslu friðargæsluliðs SÞ, sem reyndar er óskiljanlegt að sé ekki nú þegar í þessu sorglega ófriðarbáli.


mbl.is Segir af sér vegna vopnahlés
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband