Til hamingju Reykjavík.

Ég verð að óska Reykvíkingum og auðvitað sérstaklega Sjálfstæðismönnum til hamingju með þá ákvörðun Eyþórs Arnalds að gefa kost á sér í þessari leiðtoga kosningu.

Þó núverandi borgarfulltrúar D lista eigi sínar góðu hliðar, þá er afstaða Áslaugar til skipulags og framtíðar Reykjavíkur flugvallar þekkt og óásættanleg, en Kjartan einfaldlega of ljúfur og meðfærilegur, þó bæði verði að teljast reyndir og góðir liðsmenn.

Aðeins einn annar Sjálfstæðismaður gæti skákað Eyþóri í þessu kjöri, en það er auðvitað hinn vinsæli bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Elliði Vignisson, sem virðist þó ætla að bíða rólegur síns tíma.

Með Eyþór í broddi fylkingar, álít ég að dagar Dags séu taldir og ráðdeild og skynsemi muni brátt leysa af hólmi alla óstjórn og spillingu í Ráðhúsi Reykjavíkur.


mbl.is Eyþór vill leiða í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband