Nú er tækifærið fyrir Ísland að taka frumkvæði í lausn flóttamanna vandans.

Er ekki tímabært að íslensk stjórnvöld hafi frumkvæði meðal Evrópuþjóða og krefjist löggiltra ferðaskjala af hverjum þeim einasta er hleypt er inn í landið, undantekningalaust að viðlögðum háum sektum, líkt og við virðum og höfum í heiðri, þegar við á um ferðir íslenskra flutningsaðila héðan til Bandaríkjanna.

Það dæmalausa vandræða ástand í óheftri móttöku svokallaðra flóttamanna frá Afríku á auðvitað ekki að vera á kostnað íslenskra skattgreiðenda, sem eiga fullt í fangi með að standa straum af kostnaði eigin skjólstæðinga, ungra sem aldinna.

Það hlýtur að vera öllum ljóst, að einstaklingar hvaðanæva úr þessari annars frjósömu og auðugu heimsálfu sem hafa brennt hafa allar brýr að baki sér af mismunandi ástæðum eru skiljanlega fremstir í hópi þessara lukkuriddara sem koma oftast siglandi á vegum peningaþystra glæpa samtaka í sælu og þægindi Evrópusambandsins.

Íslendingar vilja hjálpa og aðstoða af veikum burðum, en við erum blessunarlega ekki í ESB og getum því sett okkar eigin lög, sem nú gætu beint villuráfandi evrópskum bræðrum með góðu fordæmi á rétta braut, þó við í fyrstu gætum þurft að sitja undir skömmum og svívirðingum fyrir framtakið.

Einasta vitræna lausn Evrópubúa er auðvitað að snúa hverjum einasta "flóttamanni" við og setja aftur í land í Afríku, t.d. Lýbíu, þar sem þeir gætu fengið aðstoð við að slá upp búðum, þar sem m.a. góð hjörtuðum Íslendingum gæfist tækifæri til að sýna stuðning í verki með matvæla gjöfum og annarri aðstoð til þessa fólks til að læra að bjarga sér upp á eigin spítur og ábyrgð á heimaslóðum.

P.S.
Rússnesk skipafélög eru alveg laus við ágang, kostnað og óþægindi vegna laumufarþega og hvers vegna skyldi það nú vera?


mbl.is 100 þúsund flóttamenn til Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband