Enginn verðbréf fyrir mig - takk.

Töluverður hluti Íslendinga sem brenndist illa í síðasta hruni hefur náð vopnum sínum á ný í yfirstandandi góðæri, en fólk er líka reynslunni ríkara.

Það verður því að teljast ólíklegt að þessi ósk Samtaka atvinnulífsins rætist, því blikur eru á lofti og almenningur ætlar varla að láta taka sig aftur í bólinu og endurtaka leikinn frá því síðast.

Það eitt að fara fram á að verðbréfakaup verði á ný verðlaunuð á kostnað skattgreiðenda, ber augljósan vott um örvæntingu og angist atvinnulífsins og það þrátt fyrir hefðbundinn krosseignar stuðning lífeyrissjóðanna sem nú fjárfesta allt sem þeir eiga sem aldrei fyrr í dauða dæmdum fyrirtækjum, þá dugir það greinilega ekki lengur til.

Spurningin snýst nú því miður aðeins um tíma, hve langt er í að kanarífuglinn liggi steindauður á botni búrsins.


mbl.is Skattaafsláttur væri skynsamlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband