Ósómi á Alþingi.

Gunnlaugur virðist því miður ekki vera annað en viljalaus strengjabrúða og síst betri en segja má um gleðimanninn forvera hans, sem steig dansinn tryllta svo eftirminnilega, forðum í Kænugarði og á Klausturbar.

Það er hörmulegt að hugsa til fjölskyldu- og fjármálahagsmuna Bjarna Benediktssonar í hlutverki fjármálaráðherra þjóðarinnar og svo ekki sé minnst á samviskulausan landráða þrjótinn, sem samkundan valdi til að sitja í forsæti ósómans.

Spilling og óstjórn blasir við hvert sem litið er og hlýtur að nálgast sú stund er blaðran springur.
mbl.is „Ástandið er óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru stjórnvöld reiðubúin að ógilda hækkanir Kjararáðs?

Katrín forsætisráðherra segist reiðubúin að gera allt sem stjórnvöld geti til að hægt sé að lenda komandi kjaraviðræðum.

Er hún þá líka tilbúin að láta af hendi spón úr eigin aski?


mbl.is Þurfa að komast lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótímabært andlát Flokks fólksins.

Með yfirlýsingu Halldórs Gunnarssonar, þar sem hann staðfestir orð Karls Gauta Hjaltasonar er nokkru ljósi varpað á innanflokks deilur þær er klofið hafa Flokk fólksins í herðar niður.

Engin vafi leikur á að hin tilfinningaríka hugsjónakona Inga Sæland sem bæði er stofnandi og guðmóðir þessa ópólitíska flokks sem helst hefur réttlæti og jöfnuð á stefnuskrá sinni, verður að axla hluta þess ófremdar ástands sem nú virðist ætla að jarða þessa hugsjón hennar.

Auðvitað ber Ingu að sýna þingmönnum sínum og flokksmönnum þá virðingu, að fylgja hefðbundnum reglum um starfsemi og fjárvörslu stjórnmálaflokka, því undarlegt mætti teljast ef fylgismenn hennar sættu sig þegjandi við annað, þó enginn efist um ráðvendni hennar.

Stofnandi Flokks fólksins verður að biðja þá Karl og Ólaf fyrirgefningar á því að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur, eftir að hafa hlustað á valin brot úr leynilegri hljóðupptöku, sem enn gætir nokkrar óvissu um, því hún ætti að vita og verður að sætta sig við að jafnvel hatrammir andstæðingar í stjórnmálum geta verið góðkunningjar og drykkjubræður utan þings, eins og hún ætti auðvitað að vita.


mbl.is Tekur undir gagnrýni Karls Gauta á Ingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskur lýður

Auðvitað eru listamannalaun bull og vitleysa, því skattpíndur almúginn er þvingaður til að greiða fyrir bókmenntir og listir sem þykja af tvíræðum ástæðum viðeigandi og réttar, þó fæstir skattgreiðenda komist reyndar nokkurn tíma á sinfóníutónleika, listdanssýningar eða aðra menningarviðburði.

Ef allir þeir milljarðar sem ráðstafað er fyrir hönd okkar heimskra manna væri látinn ósnertur, þá hefði almúgurinn örlítið rýmri fjárráð og frístundir og þá væri kannski möguleiki á að finna tíma til að setjast niður og lesa áhugaverða bók og jafnvel líka að fara á glæsilega og rándýra tónleika endrum og sinnum.

Að sjálfsögðu ætti það sama lögmál að gilda um fjárstuðning við íþróttir og fjölmiðla, sem þýðir einfaldlega að áhugasamir greiði aðgangseyri eða áskrift, sem síðan fjármagnar þann rekstur sem raunverulegur grundvöllur er fyrir.

Hvað núverandi fyrirkomulag snertir, þá er Einar Kárason reyndar að mínu mati einn fárra rithöfunda sem sannarlega ætti skilið að hljóta listamannalaun fyrir fræðandi og skemmtileg ritstörf sín.


mbl.is Engin listamannalaun handa Einari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversvegna er braggamálið ekki kært til lögreglu?

Það liggur ljóst fyrir að líklegur þjófnaður og skjalafals- eða eyðing hafa átt sér stað í hinu svokallaða braggamáli, sem að því virðist er þó aðeins toppurinn á víðtækum rekstri Reykjavíkurborgar.

Það vekur óþægilegar grunsemdir að skörulegir borgarfulltrúar minnihlutans veigri sér að því virðist, við að kæra þessi misferli til lögreglu.

Það skyldi þó ekki vera vegna þess að fyrrverandi lögreglustjóri höfuðborgarinnar er einn innsti koppurinn í búri borgarstjórans og ýmislegt gæti því miður vakið grun um hlutdrægni eða undirlægju eftirmanns hans sem yfirstjórnanda þeirrar rannsóknar?


mbl.is Lykti af pólitískri spilamennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina vonin er að ógilda fáránlegar launahækkanir Kjararáðs tafarlaust.

Óheyrilegar launahækkanir skjólstæðinga Kjararáðs á s.l. ári hleyptu skiljanlega illu blóði í almenna launþega, öryrkja og alla þá eftirlaunaþega sem ekki tilheyra sjálfir forréttinda stéttinni.

Það verður með degi hverjum ljósara, að spilling og óréttlæti þrífst hér og dafnar í sívaxandi mæli og bilið milli ríkra og fátækra eykst í takti við vaxandi reiði almennings.

Það er því miður deginum ljósara að almennar launahækkanir á borð við þær sem m.a. ráðherrar og þingmenn þáðu smjattandi, munu í fyrstu leiða til ófyrirsjáanlegra átaka og þjóðhagslegs skaða og loks hafa í för með sér stórkostlega verðbólgu og kjararýrnun allra. Allir munu tapa.

Það er vonandi ennþá möguleiki að ná sættum og raunhæfum kjarabótum til allra þjóðfélagshópa á komandi mánuðum, ef vanhugsaður og óréttlátur úrskurður Kjararáðs verður dreginn tilbaka og samið verði um raunhæfar kjarabætur til allra án undantekninga.


mbl.is Framsýn og VLFG ákveða sig í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband