Hvað eru réttlátar bætur vegna dómsmorða?

Í kjölfar löngu tímabærra sýknudóma fórnarlamba hinna svonefndu Guðmundar-og Geirfinnsmála, þá hlýtur að næst á dagskrá að greiða fórnarlömbunum og öllum aðstandendum þeirra bætur fyrir svívirðuna í takti við aðrar bætur sem tíðkast nú til dags.

Hér í meðfylgjandi frétt er fjallað um eitt hundrað þúsund krónu bætur sem héraðsdómur dæmir manni fyrir að hafa verið látinn sitja í varðhaldi í 13 klukkustundir og líka má minnast á tuttugu og átta milljón króna bætur sem miðaldra karli var nýlega gert að greiða maka og börnum bróður síns, þess sem hann banaði líkast til í ölæði eftir riflildi þeirra bræðra.

Þær fátæklegu peninga bætur sem ríki okkar ber að greiða þessu saklausa fólki öllu og þá auðvitað að meðtalinni stúlkunni, hljóta að vera hundrað- eða öllu heldur þúsundfaldar á við þessi tvö dæmi sem ég nefni.

Að lokum leyfi ég mér að birta frábæra athugasemd Önnu Sigríðar Guðmundsdóttur við jafn ágæta bloggfærslu Ómars Ragnarssonar um þessi ljótu mál, en þar undirstrikar hún einmitt óréttlæti þess að undanskilja Erlu Bolladóttur í þessum sýknudómum:

"Sæll Ómar. Skil að það hafi ekki verið gott fyrir samviskuna að starfa sem fjölmiðlamaður á þessum tíma, né nokkurn tíma síðan.
Fyrst þessir "karlmenn" voru komnir á fremsta hlunn með að "játa", þá ættu þeir að geta sett sig í spor unglingsstúlkunnar sem var rænd nýfæddu barninu sínu sem gísl í málinu? Unglingsstúlkunnar varnarlausu sem var hótað öllu illu af löggæsluyfirvaldinu, með barnið í gíslingu? Unglingsstúlku og nýbakaðri móður sem var læknamafíudópuð og lögregluyfirvalda nauðgað og pyntuð andlega og líkamlega á þann hátt, sem veður viðkomandi gerendum til ævarandi skammar.
Varnarlausri unglingsstúlku var hótað með barninu í lögreglu/barnaverndarglæpastofnunar gíslingu, læknamafíudópuð, og nauðgað af löggæslunnar "réttlætisins" þjónum?
Hvað finnst þessum vesalings "saklausu" karlmönnum um slíka meðferð á varnarlausri og allra valdhafa-handa kúgaðri, pyntaðri, nauðgaðri og hálfdrepinni í umsjá löggæslunnar?
Ætli þessum karlmönnum í grenjuskjóðu kórnum lögmannavarða hafi einhvertíma dottið í hug að Erla Bolladóttir hafi nánast verið drepin af læknadópi og nauðgun, af læknamafíunnar og löggæslunnar yfirvaldi, til að þvinga fram það sem hún var dópuð, kúguð, ofbeldisbeitt og heilaþvegin af mafíulöggæslunni til að segja?
Skilja þessir hvítflibba klíkukallar löggæslunnar ekki ennþá hverskonar óverjandi villimennsku meðferð var beitt til að pynta fram falskar ásakanir og játningar frá þessari nýbökuðu, kornungu og valdsstjórnarkúguðu varnarlausu konu?
Spurning hver er sekur og hver er saklaus eftir öll þessi ár, samkvæmt siðmenntaðrar réttarríkja meðferð, rannsóknum og marklausu klíkukalla dómsúrskuðum?

2 Hvar eru femínistar og "me-too" leikararnir mannorðsmyrðandi núna? Hvers vegna verja þeir ekki Erlu Bolladóttur valdníðslustjórninni?
Eru þessir femínistar kannski marklausir og hugsjónalausir tækifærissinnar baktjalda-yfirvaldamafíunnar "löggæslusinnandi"?
Með nýtt og vel borgað hlutverk í grímubúninganna Brúðuleikhúsi hræsninnar, svikanna og lyginnar, í leikhúsinu Steininum við Austurvöll (hertökuvöllinn)?
Þvílík þjóðfélagsins skömm, þessi svokallaði femínistaáróður og "me-too" bylting!

3 ...Hvers vegna verja þeir ekki Erlu Bolladóttur fyrir valdníðslustjórninni..."

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2018 kl. 00:50


mbl.is Fær bætur fyrir vist í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgjör Guðmundar-og Geirfinnsmálsins?

Nú þegar loks hyllir undir uppgjör í hinum alræmdu Guðmundar-og Geirfinnsmálum, þá vil ég nefna þrjá þætti sem verður að leysa og ég álít að flestir Íslendingar geti tekið undir með:

Í fyrsta lagi verður að hreinsa mannorð Erlu Bolladóttur til jafns við aðra sakborninga, því ef eitthvað mætti segja um hennar þátt, þá væri það helst að hún, nýbökuð móðir, var ef til vill enn viðkvæmari og því auðveldari bráð fyrir hina svokölluðu rannsakendur, sem lögðu nótt við nýtan dag til að brjóta niður þessi ungmenni og þvinga fram uppspunnar játningar.

Í öðru lagi er komið að því að bæta þessum fórnarlömbum og aðstandendum þeirra þessa glæpi yfirvalda, sem í raun myrtu og eyðilögðu líf fjölmargra annara, eins og flestir mega skilja og auðvitað formlegar og auðmjúkar afsökunarbeiðnir böðlana, auk réttlátra bóta ríkisvaldsins.

Í þriðja og síðasta lagi, þá hlýtur að vera tímabært að opna nýja rannsókn á ástæðum þess að frumrannsókn á hvarfi Geirfinns var í grunsamlegu skötulíki og síðan ástæður þess að hvarf Guðmundar Einarssonar var gert saknæmt og tengt hinu fyrrnefnda.
Hlutskipti, aðkomu og áform rannsakenda, allt frá Valtý Sigurðssyni til Hallvarðs Einvarðssonar og allra þeirra undir- og samstarfsmanna þarf að rannsaka frá grunni, til að finna ástæður þessara hörmulegu dómsmorða og mögulega til að varpa ljósi á raunverulegar ástæður þess að þessu gjörningaveðri og málatilbúning öllum var upprunalega hleypt af stað.


mbl.is Sýkna hafi blasað við allt frá 1977
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunsamleg fyrirgreiðsla?

Það er undarlegt að ríkisfyrirtækið Isavia leyfi WOW Air að safna milljarða skuldum óáreitt í lendingargjöld, á meðan peningaplokk þeirra annarstaðar er óþreytandi og raunar ólíðandi gagnvart sérleyfishöfum, svo ekki sé minnst á ótrúlegt okrið hvað bifreiðastæða gjaldtöku varðar.

Það hlýtur að verða fyrsta forgangsmál Isavia að fá þessa kröfu uppgerða, áður en lengra verður haldið í samstarfinu við WOW, hvað sem öðru líður.

Eða er einhver maðkur í mysunni?


mbl.is Milljarðaskuld við Isavia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætt dæmi um falsfréttir fjölmiðla.

Þessi skoðanakönnun er örugglega álíka áreiðanleg og nýleg könnun Gallup á hlustun Íslendinga á útvarpsstöðvar.
Reyndar er munurinn sá að líklega er engin Íslendingur er svo vitlaus að trúa því að mögulega vinsælasta útvarpsstöð landsins mælist ekki með neina hlustun hér á landi.
Skoðanakannanir Gallups eru mér annars ætíð minnistæðar síðan þeir verðmátu SPRON á sextíu milljarða fyrir gráa markaðinn, áður en sparisjóðurinn var settur í Kauphöllina hérna um árið og forstjórinn, vinir hans og vandamenn auðguðust rosalega, því raunvirði hlutabréfana var í raun aðeins 16 milljarðar.

Það er sorglegt að helstu fjölmiðlar á Íslandi með RÚV í fararbroddi reynist aðeins vera gagnrýnislausir flytjendur falsfrétta sem þeir verða síðan ítrekað að éta ofan í sig með æpandi þögninni.

Sannleikurinn varðandi þessa frétt er nefnilega sá að vinsældir Trumps fara ört vaxandi í Bandaríkjunum.


mbl.is Meirihluti óánægður með Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband