Misjafnir morðingjar

Í dag eru nákvæmlega 42 ár síðan Lovísa Kristjánsdóttir var barin til dauða með kúbeini í íbúð við Miklabraut 26, þar sem hún stóð Ásgeir Ingólfsson að verki við þjófnað og neitaði að hylma yfir verknaðinum með honum.

Ásgeir viðurkenndi að hafa slegið hana fyrst þegar hún beygði sig til að fara í skóna og eftir að hún reyndi að flýja niður kjallara tröppur þá hrasaði hún eða féll við, þar sem Ingólfur náði henni á gólfinu og barði hana í hel.

Ingólfur sat fimm ár í fangelsi og var síðan veitt full uppreisn æru tuttugu árum síðar.

Ég veit ekki til að sakborningarnir úr Guðmundar og Geirfinnsmálunum hafi hlotið bætur, eða uppreisn æru og spunameistarar og böðlar þeirra nokkurt tiltal eða refsingu, þrátt fyrir að við öllum blasi augljóst dómsmorð.


Here we go again

Þessi frétt er ekki sú fyrsta frá Bakka og því miður sennilega ekki sú síðasta.
mbl.is PCC Bakki harmar atvikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Lýðveldi lýðræði?

Nú hefur meirihluti íbúa Selfoss valið að byggja upp nýjan miðbæ sem mér persónulega þykir ákaflega fáránlegur, en skoðun mín skiptir ekki máli, því meirihluti Selfyssinga er á annari skoðun.

Íbúa kosningar og þjóðaratkvæði eru líklega eina leiðin fyrir okkar örlitla þjóðfélag til að varðveita fullveldi okkar, því þrátt fyrir menntun og kunnáttu kjörina fulltrúa og embættismanna, þá hefur reynslan kennt okkur að þeir eru síður en svo óskeikulir, því holdið er enn veikt og syndin jafn lævís og lipur, eins og Haraldur Á. Sigurðsson varaði forðum við.

Þess er skemmst að minnast, þegar þjóðkjörinn leiðtogi Íslands hafnaði í tvígang að staðfesta lævís áform meirihluta þingmanna um að láta almenning axla ókleyfar ICESAVE byrðar og nýtti þess í stað giftusamlega heimild sína um að vísa málinu í þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Það er líklegt að einhverjir kjörinna fulltrúa og embættismanna hafi glatað bæði frægð og frama vegna kjarks og staðfestu almennings með föðurlandsvininn Ólaf Ragnar Grímsson í fararbroddi þegar íslenska þjóðin stóð af sér þá lymskulegu atlögu að fullveldinu, því auðlyndir okkar voru þrátt fyrir allt að veði.

Nú eru blikur á lofti og önnur atlaga í vændum. Að þessu sinni snýst hún um að spyrða okkur við raforkukerfi Evrópu, án nokkurs sjáanlegs ávinnings til handa almennings á Íslandi.

Nú verða vættir Íslands að vekja upp kappana sem hrundu af okkur bölinu fyrir tíu árum og hvetja þá til að hefja tafarlausa söfnun undirskrifta landsmanna um þjóðaratkvæðisgreiðslu varðandi áframhaldandi aðild okkar að EES og Schengen.


mbl.is Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband