Slök dagskrá Menningarnætur í RÚV.

Undanfarin ár, þá hef ég notið dagskrár Menningarnætur heima við sjónvarpið og fylgdi líka þeirri þægilegu venju að þessu sinni.

Í stuttu máli, þá verð ég að lýsa vonbrigðum mínum yfir flytjendum og flutningi þeirra og RÚV, eins og dræmar viðtökur áheyrenda báru vott um.

Reyndar stóðu Helgi Björns og félagar sig ágætlega og flugeldasýningin var ágæt, en það var líka allt og sumt sem hægt er að tína jákvætt fram um þessa kvöldstund.

Ég nenni varla að leggja dóm á aðra flytjendur, en þau voru að mínu mati bæði ósmekkleg og kauðaleg líkt og sviðsetningin öll, en óumdeilanlega voru flytjendur einhverra hluta vegna ekki fær um að skila efni sínu frambærilega, heldur áttu þau sum hver auðheyrilega í erfiðleikum með að halda lagi, eða með öðrum orðum sungu áberandi falskt.

Ég held að RÚV ætti að standa betur að öllu þessu prógrammi, allt frá vali tónlistar atriða til sviðsetningar, líkt og t.a.m. var nýverið til hreinnar fyrirmyndar í útsendingu frá Fiskidögum á Dalvík


mbl.is Voru á annað hundrað þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband