Eru vígin að falla?

Koma verslunarkeðjunar Costco sýnir svo ekki verður um villst að íslenskir neytendur hafa augljóslega verið sviknir og rændir svo árum skipti.

Nú brakar í stoðum auðvaldsins og skyndilega virðast heildsalar og smásalar geta lækkað verð sín með ósannfærandi rökum á borð við hagstæðari samninga við erlenda byrgja og flutningsaðila.

Stóru gleðitíðindin fyrir íslenskan almenning eru að fram á sjónarsviðið eru komnir nokkrir sterkir einstaklingar sem boða nýja tíma og uppgjör við illþýðið, sem misnotað hefur og svívirt trúnaðartraust þjóðarinnar á ótrúlegum uppgangs tímum síðustu áratuga.

Þeir einstaklingar sem stigið hafa fram með kjarki og heilindum til að leiða þjóðina í átt til réttlætis og virðingar, njóta nú þegar trausts þúsunda félags-og flokksmanna þeirra og nú þegar skriðan er fyrir alvöru kominn af stað með góðum stuðningi útvarpsstöðvarinnar er kennd er við Sögu, þá verður fjöldahreifinginn Flokkur fólksins ekki stöðvuð í baráttu sinni fyrir hagsmunum Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Tilefni þessarar færslu var auðvitað frétt mbl.is um aðra afkomuviðvörun á stuttum tíma frá verslunar risanum Högum.

Jónatan Karlsson, 6.8.2017 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband