Púkinn á fjósbitanum á Staðastað og annarstaðar.

Deilur eins líkt og þessi, sem virðist aðalega snúast um það, að óvinsæll prestur neitar að gefa eftir hlunnindi prestssetursins og hangir á því líkt og hundur á roði, er enn ein ástæða þess að sífellt fleirri snúa baki við þjóðkirkjunni.

Auðvitað þurfa prestar að hafa sanngjörn laun fyrir störf sín, en þegar sáluhjálpin og trúin situr á hakanum og jafnvel æðstu leiðtogar kirkjunar velja vanhugsaðar eigin vinsældir fram yfir boðskapinn sem þeim ber að boða, þá er fjandinn laus, ef svo mætti að orði komast.

Aðrar fréttir dagsins eru þær helstar að einhver vina SÁÁ ákvað líklega að launa Vogi rausnarlega þjónustuna með bílabrennu, en því miður ekki á eigin kostnað, því líklega verður reikningurinn sendur til mín og þín að viðbættum kostnaðinum við mannúðlega umönnun brennuvargsins.

Loks var frétt um sviplegt sjálfsvíg hælisleitanda sem sagður er hafa fengið bifreið lánaða og ekið hinstu ferðina að Gullfossi. Hér reyndist ónefndum afdrifaríkt að lána hælisleitanda bílinn sinn!

Það fylgdi fréttinni af aðgerðum björgunarsveita, að u.þ.b. þrjátíu hælisleitendum hafi boðist að taka þátt í leitinniog að þeir hafi dvalist um stund á útkikki á gömlu Hvítárbrúnni líklega í boði Rauða krossins, sem uppskorið hefur nýverið tvöfalt framlag úr ríkissjóði, m.a. vegna hælisleitenda.


mbl.is Deilur um afhendingu Staðastaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband