Enginn verðbréf fyrir mig - takk.

Töluverður hluti Íslendinga sem brenndist illa í síðasta hruni hefur náð vopnum sínum á ný í yfirstandandi góðæri, en fólk er líka reynslunni ríkara.

Það verður því að teljast ólíklegt að þessi ósk Samtaka atvinnulífsins rætist, því blikur eru á lofti og almenningur ætlar varla að láta taka sig aftur í bólinu og endurtaka leikinn frá því síðast.

Það eitt að fara fram á að verðbréfakaup verði á ný verðlaunuð á kostnað skattgreiðenda, ber augljósan vott um örvæntingu og angist atvinnulífsins og það þrátt fyrir hefðbundinn krosseignar stuðning lífeyrissjóðanna sem nú fjárfesta allt sem þeir eiga sem aldrei fyrr í dauða dæmdum fyrirtækjum, þá dugir það greinilega ekki lengur til.

Spurningin snýst nú því miður aðeins um tíma, hve langt er í að kanarífuglinn liggi steindauður á botni búrsins.


mbl.is Skattaafsláttur væri skynsamlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þarna er reyndar átt við hlutabréf, en eins og allir vita eru hlutabréfaeigendur þeir fyrstu sem tapa þegar fyrirtækin fara á hausinn.  Hvort sem þau heita banki eða eitthvað annað.
Skattaafsláttargulrótina ætti SA og hið opinbera að ávaxta áfram í jörðu þar til þriðja kynslóð frá hruni á eitthvað í handraðanum fyrir slíkar áhættufjárfestingar og hefur gleymt hrakförum feðra sinna.

Kolbrún Hilmars, 17.7.2017 kl. 16:48

2 Smámynd: Hrossabrestur

þá eru þessir postular komnir af stað aftur, skynsamlegast er að gefa skít í þá, stofna hér non profit banka sem byggður er á samfélagsmarkmiðum líkt og Costco og gefa elítunni langt nef.

Hrossabrestur, 17.7.2017 kl. 17:50

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl verið þið Kolbrún og Hrossabrestur.

Auðvitað er ég að tala um hlutabréf og verðbréf í sömu andránni, en auðvitað er hlutabréf hið kór rétta.

Fyrst Costco bar á góma, er það þá ekki sárgrætilegt og ömurlegt að enn og aftur fjárfesti þessir (örugglega ólöglegu) lífeyrissjóðir okkar, síðustu krónunum í gömlu verslunar keðjunum, svo eigendur þeirra sleppi nú örugglega skaðlausir frá nýju samkeppninni.

Reyndar nákvæmlega eins og þegar þessir sömu sjóðir héldu áfram að kaupa hluti í bönkunum eftir að ljóst var að allt var farið til fjandans.

Jónatan Karlsson, 18.7.2017 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband