Til hamingju Útvarp Saga.

Þessi úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur er sannarlega ànægjuefni, þó ekki séu bætur háar.

Þessi dómur vekur vonir um að dómstólar landsins séu trausts verðugir, þó nokkur vafi hafi leikið á trúverðugleika þeirra á þessum síðustu og verstu tímum rétthugsunar.

Það er þó ekki ólíklegt að málinu verði áfrýjað og þá væntanlega til hins nýja dómsstigs, sem fær þá kjörið tækifæri til að sýna afstöðu sína í málefnum á borð við skoðana- og málfrelsi, sem þetta mál snýst auðvitað um.


mbl.is Stundin greiði Útvarpi Sögu bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Og hundraðfaldi bæturnar.

Hörður Einarsson, 21.6.2017 kl. 15:00

2 identicon

Auðvitað eiga bæturnar til Útvarps Sögu að ver a mikið hærri. Og því ber ekki að gleyma, að hyskið sem nú er á Stundinni er sami óþverrinn og var á gamla sorpritinu DV, þar sem rógburður, lygar og mannorðsmorð voru daglegt brauð.

Pétur D. (IP-tala skráð) 21.6.2017 kl. 16:52

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sælir Hörður og Pétur.

Það besta við málsókn Arnþrúðar er að mínu mati auðvitað sá að hrekja óværuna fram í dagsljósið.

Þó Stundin sé að vísu aðeins lítill fiskur, þá virðist mér bæði 365 og RÚV í sama drullupyttinum þegar kemur að viðhorfum og áróðri, sem oftar en ekki og af óskiljanlegum ástæðum beinist gegn augljósum framtíðar hagsmunum þjóðarinnar.

Jónatan Karlsson, 22.6.2017 kl. 02:20

4 identicon

Þetta mál snerist ekki um skoðana- eða málfrelsi. Það snerist um að Stundin notaði mynd sem ÚS taldi sig hafa einkarétt á að nota. Það snerist sem sagt um höfundarétt.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 24.6.2017 kl. 11:56

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Alveg rétt hjá þér Bergur, en eins og oft á við, þá á þetta mál sér dýpri rætur sem snúast fyrst og fremst um andúð og hatur á skoðana- og málfrelsi því sem tíðkast á þessari vinsælu útvarpsstöð, sem til að mynda á hvað stærstan heiður af þeirri staðreynd að þjóðin hafnaði Icesave klöfunum - eins og allir vita.

Jónatan Karlsson, 25.6.2017 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband