Íslenska módelið.

Það verður að teljast nær öruggt að önnur Hvalfjarðargöng samsíða þeim er fyrir eru verða aldrei annað en tilefni til að halda áfram að rukka fullt gjald, þó þau séu greidd og rúmlega það.

Eins og blasir við, þá er eini tálminn í göngunum á álagstoppum gjaldtakan og án hennar mætti eðlilega reikna með að umferðin rynni nokkuð þægilega í gegn.

Það má alveg benda á að þegar umferð úr Reykjavík í austurátt yfir Hellisheiði er mikil, þá nær bílaröðin við hringtorgið við Hveragerði lang leiðina upp Kamba og næsta röð myndast við Ölfusárbrú – og hvað með það? - Á að fara í milljarða framkvæmdir vegna þessara örfáu daga sem sem þessar aðstæður myndast?

Væri nú ekki skynsamlegra að skipta út hjólandi Borgarlínubjánunum í höfuðborginni og setja af stað einhverjar umferðarframkvæmdir sem þörf er á, líkt og segja má um hagkvæma útfærslu á Sundagangöngum og uppbyggingu samgöngumannvirkja við Reykjavíkurflugvöll.

P.S.
Óskaplega hefur Sprengisandi hrakað og alveg á mörkunum að maður nenni orðið að hlusta, nema þá helst ef Heimir hleypur í skarðið vegna forfalla.


mbl.is Ný göng óhjákvæmileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband