Stendur Sigmundur af sér atlöguna?

Nú um helgina verður framtíð Framsóknarflokksins ákveðin.

Það hefur lengi blasað við að flokkurinn hefur verið klofinn í tvær fylkingar, annars vegar þjóðernissinnaða fylkingu Sigmundar í anda Jónasar frá Hriflu og hinsvegar þann hluta Framsóknar sem aðhyllist aðrar og jarðbundnari hugsjónir á borð við glansandi frægð og frama á sviði alþjóðahyggjunar.

Það er hrollvekjandi að fylgjast með hvernig helstu skrautfjaðrir Framsóknar, þessa stolta stórveldis okkar unga lýðveldis hafa á síðustu misserum verið reyttar af hver á fætur annarri.

Nú síðast auðvitað sviðsett leifturárás RÚV og spunameistara ESB á Sigmund í beinni útsendingu, en ekki síður ótímabærar og grunsamlegar brottfarir björtustu vona og sannarlega vinsælustu þingmanna flokksins og er þá helst látið í veðri vaka vegna aldurs og annarra starfa, þó þau Vigdís og Frosti séu eiginlega bæði ung og aukinheldur atvinnulaus.

Það vekur þó mesta furðu að Framsóknarmaðurinn sem hreinlega tók virkan þátt í uppreisninni í Kænugarði og var samtímis Utanríkisráðherra okkar og sá sem lýsti yfir þátttöku Íslands við fjandsamlegar viðskiptahindranir ESB gegn Rússum, skuli nú hafa lýst yfir stuðningi við Sigmund.


mbl.is Sigmundi spáð sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband