BREYTINGA ER ÞÖRF.

Það er ljóst að nokkrum þingmönnum er ekki til setunar boðið, því þeir horfast í augu við annað hvort að hafa verið endanlega hafnað af flokkseigendum, sbr. Vigdísi Hauks eða þá að sjá fram á háðulega útreið af kjósendum í komandi kosningum líkt og segja má um þau Illuga og Hönnu Birnu. Aðrir sjá ekki sinn vitjunar tíma, líkt og segja má um Gunnar Braga, sem svo augljóslega makaði eigin krók, þvert á þjóðarhagsmuni, þegar hann gekk erinda ESB og USA í uppreisninni í Úkraínu og það gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum – svona ef einhver skyldi ekki vita betur.

Það er reyndar ekki einungis kominn tími á að skipta út einstökum þingmönnum, heldur má þessi gjörspillti fjórflokkur allur með spillinguna og blinda eiginhagsmuna stefnu sína pakka saman og láta sig hverfa, því þessi þrautpínda og niðurlægða þjóð hlýtur að vera búinn að fá sig fullsadda.

Ný framboð á borð við Íslensku þjóðfylkinguna og enn fremur Flokk fólksins hljóta að verða þau framboð sem u.þ.b. 80% þjóðarinnar hafa augljósan hag af að kjósa í næstkomandi kosningum.


mbl.is Tekist á um oddvitasætin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband