Er Íslenska þjóðfylkingin stærsti stjórnmálaflokkur landsins?

Þessi skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar er augljóslega ómarktæk, því skv. nýjum skoðanakönnunum á fjölmiðlunum Hringbraut og Útvarpi Sögu ber hið nýja stjórnmála afl, Íslenska Þjóðfylkingin höfuð og herðar yfir önnur framboð.

Óánægja íslenskra kjósenda með valkosti þá sem í boði hafa verið, hefur á undanförnum misserum og árum helst sést á ótrúlegum fjölda þeirra sem sleppt hafa að taka afstöðu og þó enn fremur á öllum þeim er merkt hafa við valkostinn: Annað

Það er ekkert nýtt að frambjóðendur og flokkar séu útilokaðir af málsvörum ríkjandi afla, en nú gæti litið út fyrir að öll óvissu atkvæðin hafi fundið sér farveg og þau verða þá ekki lengi þöguð í hel.


mbl.is Píratar mælast stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held hreinlega að það sé engin eftirspurn eftir öfgaflokkum eins og Þjóðfylkingunni, enda engin með fulle fem sem kís svoleiðis flokk

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 14.6.2016 kl. 13:40

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það er ekki nokkur vafi á að Þjóðfylkingin muni sigra í næstu kosningum. Það væri jafnvel hægt að bæta um betur og gera könnun þar sem aðeins forsvarsmenn þess flokks taka þátt. Þá fá þeir 100%.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.6.2016 kl. 14:37

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Éf heyri ekki betur en þið ágætu álitsgjafar séuð því hjartanlega sammála að halda uppskafningum á borð við Þjóðfylkinguna fjarri öllum alvöruþrungnum könnunum, því þar sé svona róttækt öfgahyski síður en svo velkomið.

Jónatan Karlsson, 15.6.2016 kl. 00:05

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Maður fær hroll bara af því að sjá nafnið á þessum flokki. Þarf ekki einu sinni að kíkja á stuðningsmennina.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.6.2016 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband