Aðeins hænufet í rétta átt?

Það er ágætt og skiljanlegt í ljósi skoðanakannanna að nýjir flokkar séu smíðaðir í gríð og erg, þó hér virðist meiri missir að Hægri grænum.

Margt í stefnuskrá þessa flokks er jákvætt og gott, líkt og að hafna alfarið Schengen og ESB, auk þess að festa gengi gjaldmiðils okkar við gengi annars sterks, þó US dollarinn sé ekki endilega bestur, auk þess að þessi breyting úr krónu í ríkisdal er auðvitað ekkert annað en kostnaðarsöm rómantísk vitleysa.

Ég bind þó vonir við að önnur og gæfulegri samsuða spretti fram á sjónarsviðið og er ég þar helst að hugsa um Flokk heimilana, með því frábæra fólki sem þar var á ferðinni, auk þess að fengur væri í einstaklingum úr öðrum flokkum, hvar þau rekast illa, hvort sem þau heita Vigdís, Frosti, Grétar Mar eða bara Ólafur Ragnar svo eitthvað sé nefnt.

Réttnefni þessa flokks væri auðvitað: FLOKKUR FÓLKSINS


mbl.is Hægri grænir heyra sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband