Tittlingaskítur

Þessi greinargóða umfjöllun Morgunblaðsins og annara fjölmiðla um bifreiðastyrk Suðurnesja prestsins er í raun og veru aðeins til þess fallinn að beina athyglinni að huglausu grútmáttlausu fjölmiðlafólkinu er greinilega fyrir náð og miskun fær að þykjast vera alvöru fréttamenn á þessum helstu talpípum sjúkra sérhagsmuna.

Hér blómstrar gegndarlaus spillingin áfram á flestum sviðum eins og sjá má ef grannt er fylgst með smáa letrinu og neðanmáls fréttum. Aðeins á allra síðustu dögum er þjóðinni boðið upp á milljarða gjafagjörning ríkisbankanns í frændgarð eins ráðherrans, auk annara hrollvekjandi frétta á borð við langvarandi mútuþægni fíkniefnalögreglu og vandkvæðalausri uppreisn æru eins kaldrifjaðasta morðingja Íslandssögunar, en ritstjórnir og eigendur fjölmiðla velja þó helst að láta fréttamenn þeirra helst fjalla um 88 þúsund króna mánaðarlegan bifreiðastyrk Njarðvíkurprestsins.


mbl.is Prestur fær milljónir í bílastyrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er frekar undarleg frétt.

Fyrir það fyrsta þá er þetta greitt úr sjóðum sóknarinnar og ætti henni að vera frjálst að ráðstafa þeim peningum að vild.

Í öðru lagi er gefið í skyn að presturinn sé að fá þetta fé fyrir ekki neitt, þegar mestar líkur séu á að þetta sé fyrir sannarlegan akstur. Ef miðað er við ríkistaxta fyrir ekinn kílómeter er hann að fá greitt fyrir langt undir 800 kílómetrum á mánuði, en það telst varla mikill akstur fyrir prest á landsbyggðinni. Þetta er akstur sem svarar til nokkuð vel innanvið tveim ferðum frá Njarðvík til Reykjavíkur og til baka aftur, á viku.

Það má víða finna fólk innan ríkisbáknsins sem fær greiddan bílastyrk, mun hærri en það sem presturinn fær og auðvelt að finna innan þess hóps fólk sem slíkan styrk fær fyrir ekki neitt. Jafnvel hægt að finna ríkisstarfsmenn sem fá bílastyrk en eiga þó ekki bíl.

Það væri verðugra verkefni fyrir fjölmiðla að skoða slík dæmi og fjalla um þau, en að ráðast gegn landsbyggðapresti sem nær örugglega ekur meira en það sem styrkurinn segir til um.

Gunnar Heiðarsson, 24.1.2016 kl. 11:29

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Gunnar

Auðvitað er flestum ljóst að eitthvað stórkostlega mikið amar að í þessu litla landi, líkt og 110 ára leyndarskjölin sanna, sem ALLIR flokkar á Alþingi samþykktu umyrðalaust.

Hvað má þjóðin ekki heyra fyrr en 2119? - Eru lífeyrissjóðirnir galtómir eða eru gjörningar og myrkraverk ráðamanna einungis of óheyrilega svívirðileg fyrir almenna borgara þjóðarinnar?

Jónatan Karlsson, 24.1.2016 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband