Eitthvað stórkostlega mikið að hjá mbl.is

Þessi frétt af innbrotinu hjá nýbökuðum foreldrunum úr Kópavogi er búinn að vera fyrsta, eða nánar tiltekið forsíðfrétt mbl.is dagsins í dag, laugardagsins 3ja febrúar 2015.

Þessar ófarir hinna hamingjusömu foreldra eru auðvitað bagalegar og neikvæðar fyrir parið úr Kópavogi og tryggingafélag þeirra, en að nota þessa frétt sem forsíðufrétt allan liðlangann daginn ber augljósan keim af einhverju stór undarlega ástandi á ritstjórn mbl.is.


mbl.is Rænd meðan þau voru á fæðingardeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mest lesna fréttin í dag. Svo er ekki 3.febrúar heldur 31. jsnúar í dag. Þetta er ekki forsíðufrétt "allan daginn" heldur mest lesin og lendir því efst. Það er ömurlegt að vera rændur og ekkert víst að allt sé tryggt. 

Margret S (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 20:48

2 identicon

ég skil ekki alveg... "3ja febrúar 2015."???? það er 31 janúar!

Karl (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 21:02

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég biðst afsökunar á daga brenglinu. Auðvitað er 31. jan í dag, en vægi forsíðufréttar dagsins er jafn dularfullt - eigi að síður.

Jónatan Karlsson, 31.1.2015 kl. 21:11

4 identicon

Þetta er mest lesna fréttin á mbl og ekkert furðulegt við það þar sem þetta er hræðilegt í alla staði! Og mjög gott að sem flestir sjái þetta því það er aldrei að vita nema einhver viti eitthvað ! Að þú skulir vera furða þig á þessu finnst mér ótrúlegt! Hvað viltu frekar hafa efst a mbl? Kannski um hvað allt er ömurlegt á Íslandi? Ertu ekki komin með nóg að heyra að allt frá vínberi uppi húsnæði sé að hækka uppúr öllu valdi? Þessir nýbökuðu foreldrar voru að lenda i þessum harmleik og vonast til að geta náð í hælana á þessum ósvífnum aðillum. Held þú ættir kannski aðeins að setja þig i þeirra spor! 

Dagmar Rós (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 21:25

5 identicon

Sammála þér Dagmar Rós, mjög gott að birta þetta á MBL vegna þess að það gæti leitt til að þess að þessir bíræfnu þjófar finnist. Bara ömurlegt í alla staði fyrir þessa ungu foreldra að lenda í þessu.

Margret S (IP-tala skráð) 1.2.2015 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband