Jólakveðja til þjóðníðings

Á Alþingi Íslendinga er rúmlega helmingur þingmanna sannarlega þjóðníðingar, en það voru eftirminnilega 33 þingmenn sem vildu knýja í gegn hinn svokallaða "Svafars samning" sem engum dylst nú að var sannkallað landráða plagg. Guði sé lof fyrir að Forseti vor hlustaði á landsmenn og neitaði að skrifa undir samninginn. Þessir landráðamenn sem vilja koma auðlindum Íslands í hendur útlendinga eru ekki svona illa innrættir eða vitlausir, heldur hafa einfaldlega verið keyptir. Þar að auki eru nokkrir þingmenn, sérstaklega stjórnarandstöðu að kaupa sér friðhelgi við áframhaldandi óþveraverk sín í að stela kvóta og kúlulánum til handa sér og sínum. Að lokum má síðan nefna, að á þessari ljótu samkundu sitja sannarlega nokkrir þeir sem uppvísir hafa orðið að lygum og þjófnaði en ómögulegt er að vera í senn þjófur eða lygari og heiðarlegur. Eftirfarandi níðvísa er jólakveðja mín til ódámana í liði þingmannanna, en sannarlega ekki minnihlutans sem öllu vilja fórna fyrir framtíð fósturjarðarinnar:
Farðu til djöfulsins, frá mér brott
forðist þú allt, sem heitir gott
Yfir þig dynji hefndarhríð
himinn og jörð þér risti níð

mbl.is Fréttaskýring: Landið tekið að rísa þrátt fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll Jónatan.  Beitt vísa hjá þér.

Góðar stundir.

Sigurjón, 11.12.2010 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband