Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.

Það hvarflaði að mér eftir að hafa horft á "Meinsærið" á RÚV í gærkveldi, að réttast væri að steypa rotinni stjórnsýslunni, sem enn heldur verndarhendi sinni yfir spunameisturum G og G mála, körlum á borð við þá Valtý Sigurðsson, Örn Höskuldsson og fleiri þeirra líka, sem enn velja að dyljast þöglir undir steini, í stað þess að skýra þátt sinn í grimdarlegri eyðileggingu lífshlaups þessara ungmenna.

Í stað þess verður faðir forsætisráðherra uppvís að hafa skrifað undir beiðni um að veita gömlum fjölskylduvini uppreisn æru, líkt og tíðkast í tugum annara og jafnvel enn óhuggulegri málum og þá verður nú fjandinn laus.


mbl.is „Ekki lengra gengið að sinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband