Hæstiréttur er sjálfum sér líkur.

Ef ég skil niðurstöðu þessa dóms Hæstaréttar, þá er Matvælastofnun dæmd til að greiða matvælaframleiðanda með því lýsandi nafni, Kræsingar, 600 þúsund krónur fyrir að hafa upplýst grunlausa neytendur um eins augljós vörusvik og hægt er að ímynda sér á svokölluðum nautabökum fyrirtækisins, en við rannsókn kom í ljós að ekki fyrir fannst kjötarða, hvað þá heldur nautakjöt í girnilegri böku framleiðandans.

Þessi ótrúlega niðurstaða dómsins er auðvitað rökrétt hvað það varðar, að opinberun rannsóknar Matvælastofnunar virkar eflaust ekki sölu hvetjandi á nautabökur Kræsinga né aðrar vörur þeirra, en er það þá ekki neytenda sjálfra að velja eða hafna þessum framleiðanda?

Hæstiréttur er á framfærslu skattgreiðenda og ber því að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna, sem eru í þessu tilfelli aðeins einfaldir böku neytendur, þó auðvitað megi líka minna á þann dimma skugga sem hvílir yfir þessari ríkisstofnun sem unir sér nú sem fyrr vel við dómsmorð Guðmundar og Geirfinnsmála.


mbl.is Kræsingar höfðu betur gegn Matvælastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband