Barist við að halda andlitum.

Það blasir við að sjómenn stóðu fast á kröfum sínum um sjálfsögð réttindi sín og þau Þorgerður og Benedikt því orðið að gefa eftir í óréttlátri mismunun sinni, þó svo sé látið að útgerðin hafi fallist á að greiða fullan fæðis kostnað sjómanna, því auðvitað verður þeim aukna kostnaði aðeins bætt við annan frádráttarbæran kostnað útgerðarmanna.

Kornið sem varð líklega til þess að þessu tilhæfulausa verkfalli var aflýst, voru að öllum líkindum orð Páls Magnússonar þingmanns Sjálfstæðismanna í Kastljósi sjónvarpsins í fyrradag, þar sem hann greiddi ráðherrum þvílíkt kjaftshögg að stjórnin öll riðaði til falls.

Það blasir við hverju mannsbarni hér á landi að forréttindi og mismunun þrífst hér í þvílíkum mæli að brátt hlýtur þolinmæði borgaranna að þrjóta.

Einhverjir vita eflaust að á árum áður tíðkaðist að greiða embættismönnum og erindrekum á borð við fyrr nefnda ráðherra svo kallaða dagpeninga, sem ætlaðir voru til að greiða fyrir fæði og húsnæði á ferðalögum sínum, en það fyrirkomulag hefur þróast aðfinnslu laust á þann veg að nú greiðir atvinnuveitandinn eða ríkisvaldið allan útlagðan kostnað, en dagpeningarnir hafna í þess stað skattfrjálsir líkt og hverjar aðrar bónusgreiðslur í vasa embættismannsins.


mbl.is „Eitt stórt takk og húrra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband