Er Sjóvá búið að bæta þjófnaðinn?

Eins og einhverjir muna enn, þá rændi tryggingafélagið Sjóvá bótasjóð viðskiptavina sinna eins og hann lagði sig, fyrir tæpum tíu árum síðan.

Þáverandi ríkisstjórn vinstri manna ákvað að láta þjakaðan almenning bæta þýfið og er nú álitið að endanlegt tap ríkisins hafi numið u.þ.b. 4000 milljónum króna, sem lítill áhugi virðist nú vera á að endurgreiða.

Þessi ósvífni þjófnaður er ágætt dæmi um þá spillingu og einkavinavæðingu sem tíðkaðist þá og virðist enn dafna vel, eins og fréttin um þessar arðgreiðslur minnir óneitanlega á.

Það mætti sömuleiðis líka minna á hlut núverandi forsætisráðherra í hinni svokölluðu fléttu, sem þótti lítilvægur, en dugði þó líklega til að bjarga Engeyingum úr hengingar ólinni og gott betur, því harla ólíklegt verður að teljast að þeir frændur Bjarni og Benedikt væru nú ríkustu og voldugustu menn þjóðarinnar, ef þeir og fjölskyldur þeirra hefðu t.a.m. hafnað slyppir og snauðir eftir Sjóvár Vafninginn með hverju öðru almúga pakki í Breiðholti.


mbl.is Sjóvá greiðir 2,6 milljarða í arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband