Dökkar framtíðarhorfur fyrir jafna Íslendinga.

Það er réttilega ófrýnileg tilhugsun að Baldur og Konni, eða með öðrum orðum Steingrímur og Katrín nái hér völdum á ný.

Sannarlega sigldu Sjálfstæðismenn með áhöfn Framsóknar og loks Samfylkingar þjóðarskútunni í villur og strand, en að hruninu loknu, þá gekk enginn harðar fram í að veita særðum og útkeyrðum náðarskot í flæðarmálinu í sömu andrá og hann týndi tanngull og öll önnur verðmæti af örmagna fólkinu eins og einmitt þessi sami Steingrímur sem nú er aftur mættur til leiks með dúkkuna sína.

Fyrir Íslendinga í millistétt og alla minni máttar, þá er því miður fátt um fína drætti í þessum komandi kosningum, en þegar rökréttri útilokunar aðferð er beitt, þá standa eftir fimm framboð sem ekki virðast beinlínis eitruð fyrir framtíðarhorfur mikils meirihluta þjóðarinnar.

Af þessum fimm framboðum er líklega hægt að gleyma þeim þremur sem ekki auðnaðist að skrapa saman í framboð í öllum kjördæmum, þó öll hafi þau mikið til síns máls og kannski sérstaklega Þjóðfylkingin sem ein virðist þora að segja það upphátt sem margir eða jafnvel flestir hugsa, en hefur nú eftir síðustu fréttum endanlega dregið framboð sitt til baka.

Eftir standa tvö framboð sem öllum sönnum föðurlandsvinum ætti að vera óhætt að merkja við, en þar er ég auðvitað að tala um Miðjuflokk Svarta Péturs eða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og síðast en ekki síst Flokk fólksins, sem í gríni mætti segja að leiddur sé af blindri konu og höltum gömlum presti, þó í fúlustu alvöru megi segja að ekkert vanti upp á mælsku og heilindi þeirra Ingu, Halldórs og félaga.

Allir þeir sem velja þann kost að sitja heima og treysta sér ekki til að kjósa, eru því miður oft með því að styðja þann flokk sem berst ákafast gegn hagsmunum þeirra sjálfra, svo mætið og KJÓSIÐ


mbl.is Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband